Sýndu hvað í þér býr Félagsmálafræðsla UMFÍ

UMFÍ heldur námskeið í félagsmálafræðslu hér eystra dagna 22. og 23. mars næstkomandi. Þriðjudaginn 22. mars verður námskeið á skrifstofu UÍA frá kl 18:00-21:30 og á miðvikudaginn 23. mars verður haldið námskeið í Verkmenntaskóla Austurlands frá kl 18:00-21:30

 

Markmið námskeiðsins er að efla starf aðildarfélaga og þjálfa einstaklinga til starfa. Þátttakendur fá þjálfun í ræðumennsku og fundarsköpum. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og opið öllum aðildarfélögum UÍA. Athugið að aðeins takmarkaður fjöldi kemst á hvert námskeið.

Tekið verður við skráningum á þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568 2929 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig eru upplýsingar á heimasíðu UMFÍ á www.umfi.is. Hvetjum við alla til þátttöku.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok