Björnsmót í Stafdal

Síðastliðinn laugardag var Björnsmót í Stafdal þar sem keppt var í svigi á laugardeginum en ekki var unnt að keyra stórsvig á sunnudeginum sökum hvassviðris. Um 130 keppendur voru skráðir til keppni á aldrinum 4-26 ára, þarf 85 keppendur í flokki 10 ára og yngri. Keppendur komu frá Skíðafélaginu í Stafdal (SKIS), Skíðafélagi Fjarðarbyggðar (SFF) og Mývatni (Mývetningu).

 

Mikil gróska er í SKIS og er unnið að uppsetningu á lyftu ofan við þá sem fyrir er. Þegar hún verður komin í gagnið, sem fyrirhugað er á næstu vikum, verður hægt að renna sér ofan af Stafdalsfellinu og er fallhæðin um 322m.

Í ár eru 45 krakkar á aldrinum 6-14 ára frá Seyðisfirði, Fljótsdalshéraði og Fljótsdal sem æfa hjá félaginu. Þar fyrir utan er tæplega 20 börn á aldrinum 3-5 ára í Krílaskóla á laugardögum. Á byrjendanámskeið barna voru um 30 krakkar og eru 15-20 fullorðnir á byrjendanámskeiði sem stendur yfir.

Þjálfara SKIS í vetur eru Halldór J. Halldórsson, Hafþór Valur Guðjónsson, Unnur Óskarsdóttir, Hildur Jóna Gunnlaugsdóttir, Hafsteinn Gunnlaugsson auk aðstoðarþjálfara í Krílaskóla.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok