Glæsilegur sigur í gærkvöldi

Þróttur sigraði HK 3:1, í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna sem fór fram í Neskaupstað í gærkvöldi.

Lesa meira

Ótal austfirskir sigrar

Síðastliðinn laugardag hélt Glímudeild Vals, í samstarfi við Glímusamband Íslands, Grunnskólamót í glímu.

Grunnskóli Reyðarfjarðar fagnaði sigri í heildarstigkeppni mótsins, auk þess sem tveir austfirskir glímumeistarar hömpuðu skólameistaratitlum.  Í sjöunda bekk vann Haraldur Eggert Ómarsson alla andstæðinga sína sex og í tíunda bekk varð Patrekur Stefánsson efstur með þrjá vinninga. Þar að auki nældu Austfirðingar sér í fern silfurverðlaun og fern bronsverðlaun á mótinu.

Lesa meira

Helgi lætur af stöfum í stjórn ÍSÍ

Helgi Sigurðsson sem hefur undanfarin tvö ár setið, sem fulltrúi UÍA, í stjórn ÍSÍ lét af störfum á Íþróttaþingi ÍSÍ síðastliðna helgi.

Lesa meira

Myndlistarsamkeppni UÍA

Í tilefni af 70 ára afmæli Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA hefur verið ákveðið að efna til myndlistarsamkeppni milli grunnskólabarna í 1.-4. bekk á Austurlandi.

Lesa meira

Þróttur kominn í úrslit

Lið Þróttar sótti KA heim í öðrum leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna í gærkvöldi. Þróttur sigraði 3-0. Fyrstu tvær hrinurnar sigruðu okkar stúlkur með sannfærandi hætti 25-13, 25-11, til tíðinda dró í lokahrinunni og var hún jöfn og æsispennandi en lauk með sigri Þróttar 28-26.

Lesa meira

Æsispennandi Austurlandsmót

Austurlandsmót í blaki var fór fram á Seyðisfirði síðastliðinn sunnudag. Huginn sá um framkvæmd mótsins sem var hið skemmtilegasta. 19 lið víðsvegar að af Austulandi mættu til leiks og var keppni jöfn og æsispennandi í öllum deildum, en leikið var í A deild karla og A og B deildum kvenna.

Lesa meira

Úrslitarimman hefst í kvöld

Fyrsti leikurinn, milli Þróttar og HK, í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna fer fram í kvöld.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok