Í nógu að snúast hjá greinastjórum ULM

Nokkrir af greinastjórum ULM stóðu í ströngu í síðustu viku, og ljóst að þeir verða vel undirbúnir þegar kemur að ULM.

Sverrir Gestsson greinastjóri í skák, sá um Grunnskólamót Fljótsdalshéraðs í skák 31. mars. Á mótinu kepptu 93 grunnskólanemar í 1.-10. bekk úr skólunum fjórum á Fljótsdalshéraði. Keppni var æsispennandi og keppendur lögðu sig alla fram við talfborðin.

Það var ekki síður í mörg horn að líta hjá Þóroddi Helgasyni greinastjóra í glímu en hann kom að framkvæmd hvorki fleiri né færri en þriggja glímumóta, þann 2. apríl. Þá fóru fram Grunnskólamót Íslands í glímu, Sveitaglíma Íslands og sjálf Íslandsglíman, á Reyðarfirði. Mótin gengu vel fyrir sig, mikil og góð stemming á áhorfendapöllunum og keppnin skemmtileg.

Greinastjórar í frjálsum íþróttum þau Hildur Bergsdóttir, Snorri Benediktsson og Sverrir Reynisson stóðu fyrir námskeiði fyrir starfsfólk í frjálsíþróttakeppni ULM 2. april og fengu Skagfirðinginn Gunnar Sigurðsson til liðs við sig, sá hann um námskeiðið og notaði jafnframt ferðina til að vera með æfingar fyrir frjálsíþróttakrakka á svæðinu.

Hér til hliðar má sjá myndir af grunnskólamótinu í skák, af Íslandsglímunni og af námskeiði frjálsíþróttastarfsfólks.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok