UMF Þristur sagði fyrir skemmstu frá starfi sínu og skoraði á UMF Neista að gera slíkt hið sama. Neistamenn voru ekki seinir á sér og hér er komin frétt frá þeim:
Hér fer á eftir samantekt um Ungmennafélagið Neista á Djúpavogi. Félagið var stofnað í febrúar árið 1919 og er því komið á tíræðisaldur. Á sinni löngu ævi hefur Neisti komið að hinum ýmsu verkefnum í hreppnum m.a. leiklist og skógrækt.
Síðastliðinn laugardag var Björnsmót í Stafdal þar sem keppt var í svigi á laugardeginum en ekki var unnt að keyra stórsvig á sunnudeginum sökum hvassviðris. Um 130 keppendur voru skráðir til keppni á aldrinum 4-26 ára, þarf 85 keppendur í flokki 10 ára og yngri. Keppendur komu frá Skíðafélaginu í Stafdal (SKIS), Skíðafélagi Fjarðarbyggðar (SFF) og Mývatni (Mývetningu).
Um síðustu helgi tóku þrír glímukappar frá UÍA þátt í lokaumferð Meistaramóts Íslands í glímu sem fram fór á Ísafirði og röðu þeir sér þar í efstu sætin í unglingaflokki.
Öskudagurinn er víða haldinn hátíðlegur í dag og ýmsar verur á ferli í tilefni hans. Nokkrar slíkar heimsóttu UÍA skrifstofuna í morgunn, sungu skemmtileg lög og fengu góðgæti að launum.
UMFÍ heldur námskeið í félagsmálafræðslu hér eystra dagna 22. og 23. mars næstkomandi. Þriðjudaginn 22. mars verður námskeið á skrifstofu UÍA frá kl 18:00-21:30 og á miðvikudaginn 23. mars verður haldið námskeið í Verkmenntaskóla Austurlands frá kl 18:00-21:30
Þessa dagana er í gangi fréttaáskorun hér á heimasíðunni, þar sem eitt aðildarfélag segir frá starfi sínu og skorar svo á annað að gera slíkt hið sama. Skorað var á UMF Þrist og kemur hér frétt frá þeim:
Ungmennafélagið Þristur þakkar áskorunina og tæpir hér á því helsta í starfi félagsins.