Neisti bregst fljótt og örugglega við fréttaáskorun

UMF Þristur sagði fyrir skemmstu frá starfi sínu og skoraði á UMF Neista að gera slíkt hið sama. Neistamenn voru ekki seinir á sér og hér er komin frétt frá þeim:

Hér fer á eftir samantekt um Ungmennafélagið Neista á Djúpavogi. Félagið var stofnað í febrúar árið 1919 og er því komið á tíræðisaldur.  Á sinni löngu ævi hefur Neisti komið að hinum ýmsu verkefnum í hreppnum m.a. leiklist og skógrækt.

Lesa meira

Björnsmót í Stafdal

Síðastliðinn laugardag var Björnsmót í Stafdal þar sem keppt var í svigi á laugardeginum en ekki var unnt að keyra stórsvig á sunnudeginum sökum hvassviðris. Um 130 keppendur voru skráðir til keppni á aldrinum 4-26 ára, þarf 85 keppendur í flokki 10 ára og yngri. Keppendur komu frá Skíðafélaginu í Stafdal (SKIS), Skíðafélagi Fjarðarbyggðar (SFF) og Mývatni (Mývetningu).

 

Lesa meira

Hreinn Halldórsson veitir verðlaun á EM

Hreinn Halldórsson, kúluvarparinn knái veitti um síðustu helgi verðlaun í kúluvarpi kvenna á Evrópumeistaramóti í frjálsum sem fram fór í París.

Lesa meira

Gull og silfur austur

Um síðustu helgi tóku þrír glímukappar frá UÍA þátt í lokaumferð Meistaramóts Íslands í glímu sem fram fór á Ísafirði og röðu þeir sér þar í efstu sætin í unglingaflokki.

Lesa meira

Öskudagur á UÍA skrifstofunni

Öskudagurinn er víða haldinn hátíðlegur í dag og ýmsar verur á ferli í tilefni hans. Nokkrar slíkar heimsóttu UÍA skrifstofuna í morgunn, sungu skemmtileg lög og fengu góðgæti að launum.

Lesa meira

Kvennatölt Blæs

Kvennatölt var haldið laugardaginn 5. mars í nýbyggðri reiðhöll hestamannafélagsins Blæs á Norðfirði, en það er fyrsta mótið sem haldið er í húsinu.

Lesa meira

Sýndu hvað í þér býr Félagsmálafræðsla UMFÍ

UMFÍ heldur námskeið í félagsmálafræðslu hér eystra dagna 22. og 23. mars næstkomandi. Þriðjudaginn 22. mars verður námskeið á skrifstofu UÍA frá kl 18:00-21:30 og á miðvikudaginn 23. mars verður haldið námskeið í Verkmenntaskóla Austurlands frá kl 18:00-21:30

Lesa meira

Þristur bregst við áskorun

Þessa dagana er í gangi fréttaáskorun hér á heimasíðunni, þar sem eitt aðildarfélag segir frá starfi sínu og skorar svo á annað að gera slíkt hið sama. Skorað var á UMF Þrist og kemur hér frétt frá þeim:

Ungmennafélagið Þristur þakkar áskorunina og tæpir hér á því helsta í starfi félagsins.

Lesa meira

UÍA fánar í öll íþróttahús

Á 61. Sambandsþingi UÍA afhenti Hildur Bergsdóttir framkvæmdastjóri UÍA fána sem geymdir verða í öllum íþróttahúsum á Austurlandi.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok