Fjall UÍA valið

Á 61. Sambandsþingi UÍA var leitað eftir tillögum þinggesta að fjalli UÍA í hinu árlega gönguverkefni UMFÍ  Fjölskyldan á fjallið.

 

Voru þinggesti beðnir að skrifa tillögur sínar á blað og stinga í víðförulan gönguskó sem hafið verið komið fyrir á, fallegum austfirskum, jaspissteini á þingstað. Grænafell á Reyðarfirði hlaut flestar tilnefningar og verður því fjall UÍA í verkefninu á komandi sumri. Fellið á ríkan þátt í sögu UMF Vals á Reyðarfirði og er gönguleiðin á það stikuð og þægileg.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Stefán Boga Sveinsson stinga tillögu sinni í skóinn góða, en sá síðarnefndi hefur m.a. staðið á toppi Hvannadalshnjúks og Kilimanjaro.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok