Góðar umræður á Sambandsþingi UÍA

61. Sambandsþing UÍA fór fram á Eskifirði laugardaginn 5. mars. Góð mæting var á þingið en ríflega 40 manns mættu til þings og áttu þar 12 aðildarfélög fulltrúa.

 

Ýmis þörf málefni voru rædd á þinginu, en eftir það liggja meðal annars fyrir, nýjar reglur um úthlutun Lottótekna til aðildarfélaga, nýjar reglur um kjör íþróttamanns UÍA og nýjar reglur um Afreks- og fræðslusjóð UÍA. Björn Ármann Ólafsson og Gunnar Gunnarsson fulltrúar UMFÍ og Helgi Sigurðsson og Helga Steinunn Guðmundsdóttir fulltrúar ÍSÍ sóttu UÍA heim, veittu viðurkenningar, fluttu ávörp og báru okkur kveðjur úr hreyfingunni. Starfsmerki UMFÍ hlutu Seyðfirðingarnir Adolf Guðmundsson og Þorvaldur Jóhannsson og Gullmerki ÍSÍ hlaut Helga Alfreðsdóttir. Að venju voru afhent starfsmerki UÍA og hlutu, Þóroddur Helgason, Sigurbjörg Hjaltadóttir, Benedikt Jôhannsson, Gunnar Jônsson og Berglind Agnarsdóttir, þau að þessu sinni fyrir ötult sjálfboðastarf í þágu íþróttamála á Austurlandi. Íþróttamaður UÍA var heiðraður, Hjálmar Jônsson mótorkrossmaður ber nú tiltilinn og fékk afhenta glæsilega eigna- og farandbikara auk 100.000 kr styrks úr Spretti afrekssjóði UÍA og Alcoa Fjarðaráls. Hildur Bergsdóttir framkvæmdastjóri UÍA afhenti UÍA fána sem varðveittir verða í öllum íþróttahúsum á Austurlandi og ætlaðir eru til notkunar á mótum og viðburðum aðildarfélanna. Á þinginu voru þinggestir beðnir um að tilnefna fjall UÍA í gönguverkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið og barst fjöldi tillagna. Kjaftaskur og Mathákur þingsins voru að vanda valdir. Að þessu sinni þótti Ingimar Harðarson Leikni hafa skarað fram úr sem Mathákur og Stefán Mâr Guðmundsson Þrótti sem Kjaftaskur.

Á myndunum hér til hliðar má sjá Kjaftask þingsins með viðurkenningu sína Herramannabókina Herra Klár og Stein Jônasson formann Leiknis sem veitti viðtöku viðurkenningu Matháks en hún var Herrramannabókin Herra Mathákur.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok