Myndir af MÍ 11-14 ára og af Ístölti

Hér á síðunni má sjá nokkrar myndir af keppendum UÍA á Meistaramóti Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum.

Hér má sjá svipmyndir úr keppni í Unglingaflokki á Ístöltmóti Austurlands.

Tíu keppendur á MÍ 11-14 ára

Tíu keppendur frá UÍA taka þátt í Meistarmóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss 11-14 ára sem fram fer í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina. Lokið er fyrri degi af tveimur og hafa nokkur verðlaun þegar skilað sér í hús.

Lesa meira

Íþróttamaður Hugins valinn

Íþróttafélagið Huginn á Seyðisfirði útnefndi nýverið Jónu Ólafsdóttur íþróttamann Hugins árið 2010.

Lesa meira

Skemmtileg ístöltkeppni að baki

Hestamannafélagið stóð að framkvæmd Ístölt Austurlands sem fór fram á Môavatni við Tjarnarland laugardaginn 26. febrúar og var hið skemmtilegasta.

Lesa meira

Ístölt Austurlands

Hestamannafélagið Freyfaxi stendur fyrir móti í ístölti við Móavatn við Tjarnarland, laugardaginn 26. febrúar og hefst mótið kl 10. Keppt verður í flokkum unglinga, áhugamanna, opnum flokki, A og B flokkum. Glæsileg verðlaun eru í boði í öllum flokkum. Góð aðstaða er á staðnum fyrir hesta og menn. Frítt er fyrir áhorfendur og allir velkomnir.

Kynningarfundur um ULM

Kynningarfundur um framkvæmd 14. Unglingalandsmóts UMFÍ verður í hátíðarsal Egilsstaðaskóla fimmtudaginn 3. mars kl 20.00.

Lesa meira

Tíundi flokkur Hattar bikarmeistari

Höttur varð í dag bikarmeistari í körfuknattleik í 10. flokki drengja eftir 64-61 sigur á A liði Stjörnunnar í úrslitaleik á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem aðildarfélag UÍA vinnur landskeppni á vegum Körfuknattleikssambands Íslands.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok