Boltinn byrjaður að rúlla í Bólholtsbikarnum
Körfuknattleiksráð UÍA stendur fyrir utandeildarkeppni í körfubolta, Bólholtsbikarnum. Sex lið eru skráð til leiks og má eiga vona á skemmitlegri og spennandi keppni framundan.
Leiknar verða 10 umferðir og að þeim loknum leika fjögur stigahæstu liðin til úrslita. Keppni hófst í gærkvöldi en þá mættust 10. flokkur Hattar og Austri, í kvöld leika Ásinn og Sérdeildin á Brúarási og SE sækir Einherja heim. Leikirnir hefjast kl 20.30 og eru áhorfendur velkomnir.