Fundur með aðildarfélögum á Neskaupstað

Formaður og framkvæmdastjóri UÍA hafa farið um Austurland á síðustu misserum og fundað með aðildarfélögum UÍA. Í gærkvöldi var fundað með aðildarfélögum á Neskaupstað, var það fjölmennur og góður fundur sem bar hinum öfluga íþróttastarfi á Neskaupstað glöggt vitni.

Á Norðfirði eru hvorki fleiri né færri en sjö aðildarfélög: Þróttur er þeirra stæst og heldur uppi kröftugu starfi í blaki, knattspyrnu, sundi og skíðaíþróttum.  Fjöldi iðkenda á öllum aldri er hjá félaginu og blómleg starfsemi. Hestamannafélagið Blær býður uppá skemmtilegt starf fyrir hestaáhugamenn - og konur á öllum aldri. Nú er í byggingu reiðhöll sem opnar nýja möguleika í vetrarstarfi félagsins. Kajakklúbburinn KAJ heldur úti fjölbreyttu starfi jafnt fyrir börn sem fullorðna, auk þess hefur félagið lagt ríka áherslu á að kynna greinina og vakið áhuga og athygli um allt Austurland. Ungmennafélagið Egill rauði var vakið úr dvala fyrir skemmstu og beitir sér fyrir ýmsum góðum málefnum í samfélaginu. Golfklúbbur Norðfjarðar  stendur fyrir margvíslegu starfi og mótahaldi allt árið um kring, Vélíþróttaklúbbur Fjarðabyggðar starfar innan alls sveitarfélagsins en hefur aðsetur sitt á Norðfirði og Boltafélag Norðfjarðar hefur haldið úti liði í fullorðinsflokki og m.a. verið virkur þátttakandi í Launaflsbikarkeppninni.

Við óskum Norðfirðingum alls hins besta og þökkum þeim ánægjulega kvöldstund.

Hér til hliðar má sjá mynd af fundarmönnum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok