Myndlistarsamkeppni UÍA
Í tilefni af 70 ára afmæli Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA hefur verið ákveðið að efna til myndlistarsamkeppni milli grunnskólabarna í 1.-4. bekk á Austurlandi.
UÍA nýtur fulltingis myndlistarfólks víðsvegar að af Austurlandi sem skipar 5 manna dómnefnd.
Keppnin er opin öllum nemendum í 1.-4. bekk í grunnskólum á Austurlandi. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu verk í tveimur flokkum þ.e. 1.-2. bekk og 3.-4. bekk. Að auki verða verðlaunaverkin birt í sérstakri afmælisútgáfu Snæfells sem kemur út nú í sumar.
Þema keppninnar ber yfirskriftina Íþróttir og ungmennastarf á Austurlandi og er ætlað að endurspegla starfsemi UÍA, en undir hana fellur hverskonar íþróttastarf, hreyfing, heilbrigt líferni og listir á okkar fallega Austurlandi.
Verkin skulu unnin í stærð A3, en aðferð og tækni eru algjörlega frjáls. Við mat á verkunum verður tekið tillit til frumleika og stíls.
Höfundar skulu skila verkum undir dulnefni og tilgreina bekk sinn. Senda skal með verkinu, í lokuðu umslagi eða á samanbrotnu blaði, upplýsingar um rétt nafn höfundar og skóla.
Myndum ber að skila til skrifstofu UÍA, Tjarnarási 6, 700 Egilsstöðum í síðasta lagi 20. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu UÍA í síma 4711353, eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hjá Önnu Bjarnadóttur formanni dómnefndar í netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..