Myndlistarsamkeppni UÍA

Í tilefni af 70 ára afmæli Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA hefur verið ákveðið að efna til myndlistarsamkeppni milli grunnskólabarna í 1.-4. bekk á Austurlandi.

 

UÍA nýtur fulltingis myndlistarfólks víðsvegar að af Austurlandi sem skipar 5 manna dómnefnd.

Keppnin er opin öllum nemendum í 1.-4. bekk í grunnskólum á Austurlandi. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu verk í tveimur flokkum þ.e. 1.-2. bekk og 3.-4. bekk. Að auki verða verðlaunaverkin birt í sérstakri afmælisútgáfu Snæfells sem kemur út nú í sumar.

Þema keppninnar ber yfirskriftina Íþróttir og ungmennastarf á Austurlandi og er ætlað að endurspegla starfsemi UÍA, en undir hana fellur hverskonar íþróttastarf, hreyfing, heilbrigt líferni og listir á okkar fallega Austurlandi.

Verkin skulu unnin í stærð A3, en aðferð og tækni eru algjörlega frjáls. Við mat á verkunum verður tekið tillit til frumleika og stíls.

Höfundar skulu skila verkum undir dulnefni og tilgreina bekk sinn. Senda skal með verkinu, í lokuðu umslagi eða á samanbrotnu blaði, upplýsingar um rétt nafn höfundar og skóla.

Myndum ber að skila til skrifstofu UÍA, Tjarnarási 6, 700 Egilsstöðum í síðasta lagi 20. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu UÍA í síma 4711353, eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hjá Önnu Bjarnadóttur formanni dómnefndar í netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok