Afmælisgjöf til UMSS
Ný stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) tók í gærkvöldi við gjöf í tilefni 100 ára afmælis félagsins frá UÍA.
Afmælisárið var í fyrra en treglega gekk að koma gjöfinni í Skagafjörðinn. Tækifærið var nýtt á ársþingi sambandsins í gærkvöldi en Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, kom gjöfinni í réttar hendur fyrir hönd UÍA. Gjöfin er málverk, málað af þrístökksmeistaranum Vilhjálmi Einarssyni og sýnir Dyrfjöllin í kvöldroða.