Blær á tölti

Hestamannafélagið Blær hélt Páskaeggjatöltmót um páskana í Dalahöllinni. Þátttaka var góð en keppt var í flokkum 16 ára og yngri og 17 ára og eldri.

Keppni varð víða jöfn og spennandi og urðu úrslit þessi:
16 ára og yngri

1. Dagur Mar Sigurðsson og Eydís frá Neskaupstað
2. María Bóel Guðmundsdóttir og Fasi frá Nýjabæ
3. Þór Elí Sigtryggsson og Þokkadís frá Norðfirði

Eldri flokkur

A-úrslit

1. Steinar Gunnarsson og Kolvakur frá Syðri-Hofdölum 6,83
2. Ásvaldur Sigurðsson og Röst frá Efri-Skálateigi 2 6,0
3. Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Ljúfur frá Neðri-Skálateigi 5,66
4. Laufey Sigurðardóttir og Kola frá Úlfsstöðum 5,5

B-úrslit

1-2. Guðröður Hákonarson og Vífill frá Íbishóli 5,16
1-2. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Svala frá Syðstu-Grund 5,16
3. Dagný Ásta Rúnarsdóttir og Vonarstjarni frá Þorbrandsstöðum 4,83
4-5. Vilberg Einarsson og Glæsir frá Syðri-Hofdölum 4,66
4-5. Bjarni Aðalsteinsson og Stirnir frá Hofsstöðum 4,66

Elísabet Ýrr og Svala hlutu efsta sætið í B- úrslitum og fóru því í A- úrslitin.
Eftir spennandi keppni þar urðu lokaúrslit þessi:

1. Steinar Gunnarsson og Kolvakur frá Syðri-Hofdölum
2. Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Ljúfur frá Neðri-Skálateigi
3. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Svala frá Syðstu-Grund
4. Ásvaldur Sigurðsson og Röst frá Efri-Skálateigi 2
5. Laufey Sigurðardóttir og Kola frá Úlfsstöðum

Dómari mótsins var Gunnar Kjartansson og en Blær þakkar honum sem og mótanefnd, þátttakendum og áhorfendum fyrir skemmtilegan dag. Verðlaun mótsins voru að sjálfsögðu ljúffeng páskaegg gefin af sælgætisgerðinni Góu.

Hér á myndinni til hliðar má sjá sigurvegara í yngri flokki.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok