Fundað með aðildarfélögum á Fljótsdalshéraði

Formaður og framkvæmdastjóri UÍA hafa á síðustu misserum farið um Austurland og fundað með stjórnum aðildarfélaga sinna til að kynna starfsemi sambandsins og kynnast starfi aðildarfélaganna. Einn slíkur fundur var í gær á Gistiheimilinu á Egilsstöðum en þangað mættu stjórnarmenn í sex íþróttafélögum á Fljótsdalshéraði. Á Héraði má finna fljölbreytta flóru stórra og smárra íþrótta- og ungmennafélaga og framboð til íþróttaiðkunar fjölbreytt.

 

Íþróttafélagið Höttur er stæsta félag svæðisins, félagið skiptist í sex deildir sem halda úti æfingum í blaki, fimleikum, fótbolta, frjálsum íþróttum, körfubolta og sundi.

Ungmennafélagið Ásinn, sem hefur höfðustöðvar sínar á Brúarási, var nýlega vakið af værum blundi og hefur ný stjórn beitt sér fyrir æfingum í frjálsum íþróttum og fótbolta barna og unglinga, auk þess að eiga lið í Bólholtsbikarnum í körfubolta nú í vetur.

UMF Þristur, sem starfar í skólahverfi Hallormsstaðaskóla heldur úti reglulegum æfingum í hinum ýmsu greinum í barna og unglingaflokkum svo og æfingum í badmintoni og körfubolta fyrir fullorðna og blaki fyrir allan aldur.

Samvirkjafélag Eiðaþinghár hefur tekið virkan þátt í Launaflsbikarnum síðustu ár og í Bólholtsbikarnum nú í vetur.

Skíðafélagið í Stafdal hefur haldið út öflugu barna og unglingastarfi undanfarna vetur. Krílaskóli hefur notið mikilla vinsælda og en þar hafa ungir og upprennandi skíðakappar fengið sína fyrstu tilsögn í skíðaíþróttinni.

Hjá Akstursíþróttaklúbbnum START ríkir mikil gleði yfir nýrri glæsilegri mótorkrossbraut í Mýneskrúsum sem klúbburinn er að byggja upp í Mýneskrúsum og verður tilbúin á næstu dögum. Það eru því spennandi tímar framundan hjá akstursíþróttamönnum.

Á svæðinu hafa einnig aðsetur Íþróttafélagið Örvar sem er íþróttafélag fyrir fatlaða iðkendur, Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs sem heldur úti æfingum fyrir unga sem eldri á Ekkjufelli, Hestamannafélagið Freyfaxi sem hefur verið með kröftugt barna starf og mótahald nú í vetur, UMF Huginn Fellum, Knattspyrnufélagið Spyrnir sem leikur í Launaflsbikarnum, SKAUST Skotfélag Austurlands og hið ný stofnaða  Skautafélag Austurlands SKAUTA.

Þökkum við fundarmönnum ánægjulega kvöldstund. Hér á myndinni til hliðar má sjá fulltrúa félaganna sex sem á fundinn mættu, á myndina vantar Erling Guðjónsson frá SE en hann þurfti að fara snemma að fundi til að raða niður körfum í leik SE og Austra í Bólholtsbikarnum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok