Egilsstaðaskóli í 5. sæti í Skólahreysti
Úrslitakeppni Skólahreystis fór fram fyrir skemmstu. Lið Egilsstaðaskóla, sem sigraði Austurlandsriðil keppninnar, fór sem fulltrúar fjórðungsins og stóð sig fanta vel.
Þau Heiðdís Sigurjónsdóttir, Erla Gunnlaugsdóttir, Andrés Kristleifsson og Stefán Birgisson tóku á öllu sem þau áttu, sýndu frábær tilþrif og höfnuðu í 5. sæti, sem er best árangur skólans hingað til. Fjórmenningarnir æfa öll íþróttir s.s. körfubolta, frjálsar íþróttir og fótbolta, af kappi hjá Íþróttafélaginu Hetti og standa framarlega að vígi á landsvísu í sínum íþróttagreinum.
Óskum krökkunum til hamingju með árangurinn.