Ályktanir sambandsþings UÍA 2011

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á 61. sambandsþingi UÍA sem haldið var á Eskifirði þann 5. mars. Að auki var reglum sambandsins breytt á þann hátt að formannafundir verða felldir niður en sambandsþing haldið árlega. Einnig voru samþykktar breytingar á reglum um skiptingu lottótekna og nýjar reglur um val á íþróttamanni UÍA og úthlutunum úr afreksmannasjóði. Þær reglur má finna hér á vefnum undir "Um UÍA".

 

Sala skemmtanatjalds
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, heimilar stjórn UÍA að leita eftir kauptilboðum í skemmtanatjald í eigu sambandsins.

Unglingalandsmót.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur aðildarfélög UÍA til að standa saman um þátttöku og utanumhald 14. Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum 29. – 31. júlí 2011. Hvort tveggja skiptir máli fyrir einingu Austurlands inn á við og ímynd fjórðungsins út á við.

Getraunir.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur aðildarfélög UÍA að fara að landslögum og gera ekki samstarfssamning um auglýsingar við fyrirtæki sem ekki hafa starfsleyfi á Íslandi. Íslenskar getraunir og getspá eru fyrirtæki í eigu íþróttahreyfingarinnar og afar mikilvæg fyrir íþróttastarf í landinu. Það er því nauðsynlegt að aðildarfélögin standi vörð um þessi fyrirtæki og efli þau til framtíðar.

Áfengisauglýsingar.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur stjórnföld til að framfylgja núverandi lögum um áfengisauglýsingar.

Tóbaksnotkun.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, skorar á aðildarfélög að leggjast gegn allri tóbaksnotkun, þar með talið munntóbaks, í öllu ungmenna- og íþróttastarfi og koma upp skiltum þessu til áréttingar.

Stuðningur hins opinbera
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur Alþingi til að styðja héraðssambönd með myndarlegum fjárframlögum, sambærilegum þeim sem sérsambönd innan ÍSÍ fá til eflingar á því mikilvæga starfi sem þau standa fyrir.

Lýðháskóli.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, stendur með stjórn UÍA í að styðja við stofnun lýðháskóla í fjórðungnum.

Evrópa unga fólksins.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur Austfirðinga til að nýta sér þau tækifæri sem standa til boða í gegnum Evrópu unga fólksins.

Afmæli UÍA.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur aðildarfélög til að taka virkan þátt í að fagna 70 ára afmæli UÍA í þeirri dagskrá sem stjórn UÍA skipuleggur.

Sumarhátíð.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur aðildarfélög til að mæta fylktu liði á Sumarhátið UÍA á Egilsstöðum 8. – 10. júlí 2011.

Fjárhagsstuðningur.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, samþykkir að fela stjórn UÍA að færa austfirskum sveitarfélögum þakkir fyrir stuðning við UÍA og íþrótta- og ungmennastarf í fjórðungnum á liðnum árum. Þingið hvetur sveitarfélögin til að styrkja stoðir íþróttalífs í fjórðungnum öllum og mynda einingu um starf UÍA sem héraðssambands allra íþróttagreina.

Ferðasjóður.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur Alþingi til að auka framlög í ferðasjóð   íþróttafélaga eins og fyrirheit voru gefin um. Jafnframt eru ráðamenn hvattir til að kynna sér kostnað vegna ferðalaga íþróttafélaga.

Íþróttaslysasjóður
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur Alþingi til að hverfa frá skerðingum framlaga í íþróttaslysasjóð.

Umhverfis- og forvarnastefna.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur stjórn UÍA til að vinna eftir umhverfisstefnu UMFÍ og vinna að forvarnastefnu UÍA og innleiða þar helstu þætti úr sambærilegum stefnum UMFÍ og ÍSÍ.

Heimasíða.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur aðildarfélög til að standa vel að útbreiðslu- og kynningarmálum hreyfingarinnar með fréttaflutningi af starfinu, til dæmis í fréttabréfum, á heimasíðum, í héraðsfréttamiðlum og að uppfylla upplýsingaskyldu sína við skrifstofu UÍA. Aðildarfélög og sérráð UÍA eru hvött til þess að koma upplýsingum um alla viðburði, bæði fyrirhuguð mót og tíðindum frá þeim sem haldin hafa verið, til skrifstofu UÍA. Þingið beinir því til stjórnar að vinna að gerð árlegrar viðburðaskrár UÍA, þar sem tilgreind eru allir helstu viðburðir á komandi ári. Viðburðaskrá skal liggja fyrir 5. apríl og 5. október ár hvert.

Landsverkefni.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur aðildarfélög til að taka á myndarlegan hátt þátt í landsverkefnum á vegum UMFÍ og ÍSÍ, til dæmis Hættu að hanga, komdu að synda, hjóla eða ganga, Ísland á iði, Lífshlaupinu, Fjölskyldan á fjallið, Helgi á göngu, Kvennahlaupinu og Hjólað í vinnuna.

Rödd Austurlands.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur aðildarfélög til að taka með myndarlega þátt í landsverkefnum á vegum UMFÍ og ÍSÍ, til dæmis Hættu að hanga, komdu að synda, hjóla eða ganga, Ísland á iði, Lífshlaupinu, Fjölskyldan á fjallið og Helgi á göngu.

Rödd unga fólksins.
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, fagnar stuðningi UÍA við lýðræðisþátttöku ungs fólks með málþinginu „Þátttaka er lífsstíll“ og stofnun ungmennaráðs. Hvort tveggja er mikilvægt til að efla þátttöku nýrra kynslóða í lýðræðislegri umræðu. Þingið skorar á aðildarfélög að taka virkan þátt í þessari uppbyggingu. Einnig skorar þingið á sveitarfélögin að tryggja samstarf sinna ungmennaráða við ungmennaráð UÍA.

Landsmót eldri ungmenna
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur aðildarfélög UÍA til að sameinast um myndarlega sveit á fyrsta landsmót eldri ungmennafélaga sem haldið verður í sumar.

Merki UÍA
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, hvetur aðildarfélög til að halda merki UÍA á lofti við íþrótta- og menningarviðburði aðildarfélaga UÍA.

Lottó
61. þing UÍA, haldið á Eskifirði 5. mars 2011, skorar á íþrótta-, ungmennafélags- og öryrkjahreyfinguna að standa vörð um lottó sem er hagsmunamál þessara landshreyfinga.
Greinargerð: Íþrótta- og ungmennafélögin vinna óeigingjarnt starf, þjóðinni til heilla. Það á ekki að koma til að þingmenn okkar taki upp tillögur um að breyta skiptingu slíkra grunnstoða starfsins sem lottóið er hreyfingunum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok