Íþróttanefnd ríkisins heimsækir Austurland
Íþróttanefnd ríkisins heimsótti Austurland síðastliðinn miðvikudag til að kynna sér íþróttastarf og íþróttamannvirki á svæðinu.
Nefndin fundaði fyrir hádegi á Fljótsdalshéraði þar sem UÍA og ýmsir sem sinna íþróttamálum á vegum sveitarfélagsins komu saman. Nefndin átti einnig samskonar fund í Fjarðabyggð eftir hádegið. Nefndin nýtti einnig ferð sína hingað austur til að tilkynna að UÍA hefði hlotið 300.000 kr styrk til frekari uppbyggingar á barna- og unglingastarfi en sambandið fékk styrk úr Íþróttasjóði nú í vetur til að halda úti farandþjálfun sumarið 2011.
Þökkum við Íþróttanefnd ríksins kærlega fyrir heimsóknina og veittan stuðning. Hér má sjá mynd af nefndinni glaðbeittri eftir góðan fund á Reyðarfirði.