Styrkjum úthlutað úr Spretti.

Að hausti og vori ár hvert eru veittir styrkir, úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa, til efnilegra íþróttamanna og -kvenna á Austurlandi. Úthlutnarnefnd Spretts Afrekssjóðs UÍA og Alcoa hittist nú í byrjun maí og fór yfir þær 39 umsóknir sem bárust í vorúthlutun Spretts þetta árið.

 

Ákveðið var að fresta afgreiðslu afreksstyrkja úr sjóðnum til hausts þar sem aðeins bárust umsóknir frá karlkyns umsækendum en samkvæmt reglum sjóðsins ber að veita þá styrki til umsækenda af báðum kynjum.

Styrkir voru afhentir með formlegum hætti á Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins síðastliðinn sunnudag og hlutu eftirfarandi aðilar styrki að þessu sinni.

Iðkendastyrkir.

Atli Geir Sverrisson frjálsíþrótta- og körfuknattleiksmaður úr Hetti, 50.000 kr

Dagur Mar Sigurðarson, hestamaður úr Blæ, 50.000 kr.

Steinar Aron Magnússon knattspyrnu- og körfuknattleiksmaður úr Hetti, 50.000 kr.

Eva Dögg Jôhannsdóttir glímukona úr Val, 20.000 kr.

Hekla María Samúelsdóttir, glímukona úr Val, 20.000 kr.

Hjörtur Elí Steindórsson, glímumaður úr Val, 20.000 kr.

Svanur Ingi Ómarsson, glímumaður úr Val, 20.000 kr.

Þuríður Lillý Sigurðardóttir, glímukona úr Val, 20.000 kr.

Þjálfarastyrkir.

Blakdeild Hattar vegna námskeiðs í strandblaki 50.000 kr

Viðar Örn Hafsteinsson, körfuknattleiksdeild Hattar vegna þjálfaranámskeiðs í körfuknattleik 50.000 kr.

Magnús Jónasson, knattspyrnudeild Hattar vegna þjálfaranámskeiðs í markvörslu 40.000 kr.

Vilborg Stefánsdóttir, vegna námskeiðs í ungbarnasundi, 10.000 kr.

Félagastyrkir.

UMF Austri vegna endurvakningu frjálsra íþrótta á Eskifirði, 50.000 kr.

Fimleikadeild Hattar vegna Fimleikabúða fyrir 6 ára og eldri, 50.000 kr.

UMF Ásinn vegna vallaruppbyggingar og tækjakaupa, 25.000 kr.

UMF Þristur vegna íþróttakynninga, 25.000 kr.

Óskum við styrkhöfum til hamingju og þökkum öllum þeim sem sóttu um.

Mynd: Styrkhafar Spretts vorið 2011.

 

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok