Úrvalshópur UÍA í æfingaferð

Dagana 13. - 14. maí fóru sex krakkar úr Úrvalshóp UÍA í frjálsum, ásamt tveimur þjálfurnum, til Akureyrar í æfingabúðir.

Teknar voru tvær æfingar með UFA og þjálfurum þeirra, þar á meðal Unnar Villhjálmsson fyrrum UÍA maður, á frábæra íþróttavellinum á staðnum. Þar fengu krakkarnir meðal annars að prófa stangarstökk, ásamt því að taka tækniæfingar í þeim greinum sem þau æfa mest. Á laugardeginum var svo tekin góð æfing í kirkjutröppunum á Akureyri. Hópurinn gisti saman í sumarbústað og ásamt því að æfa var farið í sund, borðað á Bautanum, farið í hina ýmsu leiki og sprellað og haft gaman. Frábær ferð í alla staði.

Á myndinni hér til hliðar má sjá hópinn við æfingar á Akureyrarvelli. Fleiri myndir úr ferðinni má finna hér

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok