Víðavangshlaup UÍA og sprettsundmót UÍA
Laugardaginn 28. maí verður líf og fjör á Hallormsstað, en þá fer fram Víðavangshlaup UÍA og Sprettsundmót UÍA. UMF Þristur sér um framkvæmd beggja mótanna.
Í Víðavangshlaupinu verður boðið upp á eftirfarandi aldursflokka og leiðir:
10 ára og yngri 1,5 km skemmtiskokk.
11-14 ára 3 km með tímatöku.
15 ára og eldri 10 km með tímatöku og 3 km skemmtiskokk.
Allir sem taka þátt fá viðurkenningarpening og veittur verður skógarbikar fyrir fyrir hlutskörpustu karl og konu í flokkum 11-14 ára og 15 ára og eldri.
10 km hlaupið verður ræst kl 13.45 en aðrir hlauparar kl 14.15. Að hlaupi loknu verður boðið upp á sundlaugarpartý í sundlauginni á Hallormsstað.
Í sundlauginni hefst því næst Sprettsundmót UÍA kl 15.30. Þar verður keppt í eftirfarandi greinum og flokkum.
8 ára og yngri 12.5 bringa 12.5 skrið 12.5 bak 12.5 flug
9-10 ára 25 m bringa 25 m skrið 12.5 m bak 12.5 m flug 50 m fjórsund
11-12 ára 50 m bringa 50 m skrið 25 m bak 25 m flug 50 m fjórsund
13-14 ára 50 m bringa 50 m skirð 50 m bak 50 m flug 50 m fjórsund
15- 18 ára 50 m bringa 50 m skrið 50 m bak 50 m flug 50 m fjórsund
Að sundmóti loknu verður grillað og farið í leiki í skóginum.
Ef áfram heldur sem horfið með veðurfar verður keppt í skíðagöngu í skóginum og skautahlaupi á sundlauginni.
Þátttökugjöld eru 2000 kr ef tekið er þátt í báðum viðburðum og innifalið í því er grill. Ef einungis er tekið þátt í öðru hvoru er þátttökugjald 1000 kr.
Skráning fer fram á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..