UÍA sjötugt í dag

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands fagnar í dag 70 ára afmæli sínu. Dagurinn í dag er vanalega talinn stofndagur sambandsins en stofnfundur Ungmennasambands Austurlands var haldinn á Eiðum dagana 28. - 29. júní árið 1941.

Lesa meira

Eimskip meðal aðalstyrkaraðila Unglingalandsmótsins

 

Eimskip hefur gengið í hóp aðalstyrktaraðila 14. Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Karl Gunnarsson, svæðisstjóri Eimskipa á Austurlandi og Helga Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, undirrituðu samkomulag þar um á mánudag.

Lesa meira

Keppt og kvaðst: Fimmti dagur Frjálsíþróttaskóla

Mannskapurinn vaknaði freskur og tilbúinn í síðasta dag skólans. Eftir vel útilátinn morgunverð var skundað á Vilhjálmsvöll þar sem nemendur skólans sýndu og sönnuðu hvað þeir höfðu lært á undangenginni viku en þar fór fram frjálsíþróttamót. Keppt var í langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, 600 m hlaupi og 4x100 m boðhlaupi.  Keppendur stóðu sig með sóma og auðsýnt að strangar æfingar síðustu daga hafa skilað sínu.

Lesa meira

Launaflsbikarinn: Ný leikjadagskrá

Lið Samvirkjafélag Eiðaþingár tilkynnti í dag að það hefði dregið sig úr keppni í Launaflsbikarnum 2011 þar sem illa hefði gengið að manna liðið. Keppnin verður því ekki leikin í tveimur liðum heldur einföld umferð í deild. Fjögur efstu liðin komast síðan í úrslitakeppni eftir verslunarmannahelgi.

Lesa meira

Hreyfing og hámenning: Annar dagur Frjálsíþróttaskólans

Í Frjálsíþróttaskólanum er lögð á hið sígilda: heilbrigða sál í hraustum líkama. Innan ungmennafélagshreyfingarinnar hefur allt frá upphafi verið lögð áhersla á menningu eins og íþróttir. Stundatafla skólans endurspeglaði þetta í dag.

Fyrsta mótið í mótaröð UÍA og HEF

 

Fyrsta mótið í frjálsíþróttamótaröð UÍA og Hitaveitu Egilsstaða og Fella fer fram á Vilhjálmsvelli á morgun, miðvikudaginn 29. júní. Keppt verður í spjótkasti, þrístökki og grindahlaupi.

 

Lesa meira

Boðað til afmælisformannafundar

UÍA hefur boðað til formannafundar þann 28. júní. Sambandið var einmitt stofnað þann dag á Eiðum fyrir sjötíu árum.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok