UÍA sjötugt í dag

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands fagnar í dag 70 ára afmæli sínu. Dagurinn í dag er vanalega talinn stofndagur sambandsins en stofnfundur Ungmennasambands Austurlands var haldinn á Eiðum dagana 28. - 29. júní árið 1941.

 

Af þessu tilefni hefur fána sambandsins verið flaggað víða um Austurland í dag en í kvöld verður haldinn formannafundur. Aðalumræðuefnið þar er Unglingalandsmótið sem sambandið heldur á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Þá kemur sérstök útgáfa tímaritsins Snæfells út í lok vikunnar.

Ýmislegt hefur verið gert á afmælisárum sambandsins í gegnum tíðna. UÍA hélt landsmót UMFÍ á sextugsafmælinu og á fertugsafmælinu árið 1941 var gefin út afmælishljómplata þar sem hljómsveitin Sagbrandur lék Afmælissöng UÍA og Baráttusöng UÍA. Bæði lögin eru eftir Inga T. Lárusson og textarnir eftir Sigurð Ó. Pálsson.

Lögin hafa nú verið færð á stafrænt form og er hægt að hlusta á þau hér.

Baráttusöngur UÍA

Afmælissöngur UÍA

Fulltrúar sex félaga mættu á stofnfundinn fyrir sléttum sjötíu árum, einn frá hverju. Að auki sátu fundinn þrír merkismenn úr Eiðaskóla, skólastjórinn Þórarinn Þórarinsson og kennararnir Þórarinn Sveinsson og Þóroddur Guðmundsson auk þriggja annarra gesta. Þessir þrír voru miklir hvatamenn að stofnun sambandsins og áhrifamenn innan þess fyrstu árin. Skúli Þorsteinsson, Eskifiði, var kosinn fyrsti formaður sambandsins.

Eftirfarandi er fundargerð stofnfundarins og fyrstu lög sambandsins.

Fundargjörð

Laugardaginn 28. júní 1941 var boðað til stofnfundar að ungmennasambands fyrir Austurland.

A fundi Eiðasambandsins 1940 var kosin 3 manna nefnd, til þess að athuga hvort ekki væri kleift að koa á æskulýðssambandi á Austurlandi. Í nefnd þessari voru Þórarinn Þórarinsson skólastjóri Þórodur Guðmundsson og Þórarinn Sveinsson kennarar á Eiðum.

Boðaði nefndin til fundar ofanskráðan dag og mættu þar fulltrúar frá þessum félögum.

Samvirkjafél. Eiðaþingár Eiðahr. Jón Sigfússon

Ungmennafél. Skrúður Fáskrúðsf. Jón Erlendsson

--”-- Valur Reyðarfirði Jóhann Pétursson

--”-- Vísir Jökulsárhlíð Þórður Benediktsson

--”-- Austri Eskifirði Skúli Þorsteinsson

--”-- Hróar Hróarstungu Hallur Björnsson

Ennfremur sátu fundinn: Þórarinn Þórarinsson skólastjóri, Þórarinn Sveinsson kennari, Ingi Jónsson rafveituvörður Eiðum og Ingólfur Kristjánsson tollvörður R.f.

Þórarinn Þórarinsson skólastjóri setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna, bað hann Inga Jónsson að vera fundarstjóra og Þórarinn Sveinsson að vera fundarritara.

Fundarstjóri gaf orðið heimilt til frjálsra umræðna um stofnun ungmennasambands á Austurlandi.

Skúli Þorsteinsson skólastjóri Eskfirði fók fyrstur til máls. Var hannþví mjög fylgjandi að stofnað yrði ungmennasamband á Austurlandi. Gat hann þess að í öllum fjórðungum landsins nema á Austurlandi væru fleiri eða færri ungmennasambönd sem væru flest í U.M.F.Í. og mælti af því ráða hversu mikill styrkur væri að því fyrir ungmennafélagahreyfinguna.

Þá skýrði Skúli allítarlega lög ogstefnuskrá U.M.F.Í., hvaða ábyrð fylgdi því að vera þar, og hvaða hlunnindum félögin yrðu aftur á móti aðnjótandi.

Næstur kvaddi sér hljóð Þórarinn Þórarinsson skólastjóri og taldi stofnun héraðsssambands mjög þýðingarmikla fyrir öll æskulýðsfélög. Sagði hann að allar dyr Eiðaskóla skyldu standa opnar fyrir starfsemi ungmennasambands á Austurlandi.

Næst tóku til máls fulltrúarnir: Jón Sigfússon, Jóhann Pétursson, Skúli Þorsteinsson, Þórður Beneiktsson, Hallur Björnsson og Jón Erlendsson og voru þir almennt því fylgjandi að stofnað yrði ungmennasamband þrátt fyrir það að fæstir þeirra hefðu mikið umboð frá sínu félagi til að vera með í stofnun slíks sambands.

Þórarinn Þórarinsson skólastjóri lagði til að stofnað yrði ungmennasamband og þeir sem ekki hefðu umboð frá sínum félögum til að taka þátt í stofnun sambandsins skrifuðu undir það með fyrirvara.

Var það samþykkt í einu hljóði.

Þá kom fram tillaga frá Þórarni Þórarinssyni skólastjóra svohljóðandi:

  1. “Fulltrúafundur frá nokkrum ungmennafélögum á Austurlandi haldinn að Eiðum 28. júní 1941 ályktar að stofna samband meðal ungmennafélaga á Austurlandi.

  2. Fundurinn ályktar að kjósa þriggja manna nefnd til að undirbúa lög hins væntanlega sambands og að fresta fundi til næsta dags í trausti þess að nefndin hafi þá skilað frumvarpi til laga, er lögð væru til grundvallar fyrir væntanlega starfsemi sambandsins.”

Samþykkt í einu hljóði.

Í nefndina voru kosnir Skúli Þorsteinsson skólastjóri, Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri og Þórður Benediktsson, kennari frá Hallgeirsstöðum.

Sunnudaginn 29. júní kl. 11:00 var fundinum haldið áfram.

Nefnd sú sem kosin var kvöldið áður skilaði nú uppkasti að lögum fyrir hið væntanlega ungmennasamband. Hafði Skúli Þorsteinsson orð fyrir nefndinni. Engar umræður urðu um lögin og las fundarstjóri au upp og voru þau samþykkt grein fyrir grein í einu hljóði.

Var þá gengið til stjórnarkosningar.

Þessir menn hlutu kosningu í stjórnina. Formaður Skúli Þorsteinsson skólastjóri Eskifirði og meðstjórnendurþeir Þórarinn Sveinsson kennari Eiðum, Þóroddur Guðmundsson, kennari Eiðum, Þórarinn Þórarinsson skólastjóri Eiðum og Þórður Benediktsson barnakennari frá Hallgeirsstöðum Jökulsárhlíð.

Þá kom fram tillaga frá formanni sambandsins svohljóðandi.

“Þar sem umsjón með íþróttamálum hýtur að falla í hendur U.M.S.A. samkvæmt lögum, þá skorar fundurinn á stjórn sambandsins að hafa samvinnu við íþróttaráð Austurlands um íþróttastarfsemi þá sem eftir er á þessu ári.”

Samþykt í einu hljóði.

Skúli Þorsteinsson, formaður sambandsins talaði nokkur orð til fulltrúanna í hvatningarskyni. Þakkaði hann það traust sem sér hefði verið sýnt með því að hljóta kosningu í formannsstarfið.

Þórarinn Þórarinsson skólastjóri þakkaði fulltrúum fyrir komuna og gott samstarf á fundinum. Að lokum undirskrifuðu fulltrúarnir lög sambandsins og gerðu það allir með fyrirvara nema Þórður Benediktsson fulltrúi U.M.F. Visis Jökulsárhlíð.

Fleira var ekki fyrir tekið.

Fundi slitið

Þórarinn Sveinsson

fundarritari


Lög sambandsins:


Lög ungmennasambands Austurlands.


1. grein

Sambandið heitir ungmennasamband Austurlands. Skammstafað U.M.S.A.

2. grein

Markmið sambandsins er:

  1. Að vera tengilliður milli ungmenna og íþróttafélaga á Austurlandi.

  2. Að stuðla að persónulegri kynningu félagsmanna, og fylkja þeim um sameiginleg áhugamál.

  3. Að stuðla að aukinni líkamsrækt í fjórðungnum.

  4. Að öðru leyti að starfa í samræmi við yfirlýsta stefnuskrá U.M.F.Í. og Í.S.Í.

3. grein.

Tilgangi sínum hyggst sambandið ná með:

a. Fundarhöldum og fyrirlestrum

b. Heimsóknum og annari kynningarstarfsemi milli einstakra félaga innan sambandsins.

c. Íþróttanámskeiðum

d. Íþróttamótum

e. Almennum vinnudögum í þágu þeirra málefna, er sambandið hefur þegar á stefnuskrá sinni.

4. grein

Hvert félag innan sambandsins greiði til þess kr. 0,25 af hverjum fullgildum félagsmanni.

5. grein.

Stjórn sambandsin er í höndum sambandsþings, sem skipað er fulltrúum frá félögum sambandsins, einum fyrir hverja fimm tugi eða minna. Þing skal halda á hverju vori, og skal þá kosin fimm manna stjórn, er annast skal um framkvæmdir næsta starfsár. Formaður skal kosinn sérstaklega. Ennfremur skulu þá kosningur endurskooðendur reikninga sambandsins. Afl atkvæða ræður úrslium, nema í lögjafamálum þarf á 2/3 greiddra atkvæða. Þing er lögmætt ef fullur helmingur kjörinna fulltrúa er mættur.

6. grein

Heimili sambandsins er Alþýðuskólinn Eiðum.

7. grein

Hætti sambandið störfum skulu eignir þess allar fengnar Alþýðuskólanum á Eium til varðveizlu, og starfsræslu unz annað samband verður stofnað á sambandssvæðinu, er starfar í sama anda.

8. grein

Lög þesssi taka þegar gildi.


Þórarinn Þórarinsson. Þórarinn Sveinsson

Skúli Þorsteinsson fulltrúi u.m.f. Austra

Þórður Benediktsson fulltrúi u.m.f. Vísir.

Jóhann Pétursson fulltrúi u.m.f. Valur

Jón Kr. Erlendsson fulltrúi u.m.f. “Skrúðs”.

Hallur Björnsson fulltrúi u.m.f. “Hróar”.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok