Eimskip meðal aðalstyrkaraðila Unglingalandsmótsins

 

Eimskip hefur gengið í hóp aðalstyrktaraðila 14. Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Karl Gunnarsson, svæðisstjóri Eimskipa á Austurlandi og Helga Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, undirrituðu samkomulag þar um á mánudag.

 

Samkomulagið felur meðal annars í sér að Eimskip eða Flytjandi, sjá um alla flutninga sem tengjast mótinu í sumar. Um töluvert magn af hlutum af ýmsum stærðum og gerðum er að ræða oft um langar vegalengdir.

Þetta hafði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, að segja við undirritunina:

„Ég vil fá að nota þetta tækifæri og þakka stjórnendum Eimskipa fyrir stuðninginn við framkvæmdina á Unglingalandsmótinu. Það er ákaflega mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa svona stuðning til að geta framkvæmt svona stórt verkefni eins og Unglingalandsmótið er.

Ávinningurinn er allra. Fyrir ungmennafélagshreyfinguna á landsvísu og á sambandssvæði UÍA , fyrir sveitarfélagið og fyrir Eimskip sem með stuðningnum er sammála hreyfingunni um mikilvægi forvarna, samskipti fjölskyldunnar og stuðningi við börn og unglinga.“

Mynd: Helga Guðjónsdóttir og Karl Gunnarsson undirrita samninginn.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok