Keppt og kvaðst: Fimmti dagur Frjálsíþróttaskóla
Mannskapurinn vaknaði freskur og tilbúinn í síðasta dag skólans. Eftir vel útilátinn morgunverð var skundað á Vilhjálmsvöll þar sem nemendur skólans sýndu og sönnuðu hvað þeir höfðu lært á undangenginni viku en þar fór fram frjálsíþróttamót. Keppt var í langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, 600 m hlaupi og 4x100 m boðhlaupi. Keppendur stóðu sig með sóma og auðsýnt að strangar æfingar síðustu daga hafa skilað sínu.
Foreldrar keppenda aðstoðuðu við framkvæmd mótsins og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.
Að móti loknu var haldið til pizzuveislu í Nýung og tóku þar starfsmenn og keppendur hraustlega til matar síns. Formleg útskrift var úr Frjálsíþróttaskólanum þar sem nemendur fengu afhent viðurkenningarskírteni og jákvæðar athugasemdir frá samnemendum sínum og skólastýru undir dynjandi lófataki.
Þar með lauk frábærri frjálsíþróttaviku og allir fóru glaðir og þreyttir heim.