Knattspyrnumót Sumarhátíðar

 

Knattspyrnumót Sumarhátíðar fer fram á Fellavelli laugardaginn 9. júlí næstkomandi. Boðið verður upp á keppni í blönduðum liðum í sjötta, sjöunda og áttunda flokki. Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1353.

 

Lesa meira

Samkaupamótið í frjálsum íþróttum á Sumarhátíð 2011

Opnað hefur verið skráningu í Samkaupamótið í frjálsum íþróttum á Sumarhátíð 2011. Keppnin í frjálsum nær yfir þrjá daga, 15 ára og eldri keppa seinni part föstudagsins 9. júlí, 11-14 ára keppa laugardag og sunnudag og 10 ára og yngri á sunnudag.

Lesa meira

UÍA samæfing í frjálsum íþróttum

Miðvikudaginn 6. júlí efnir UÍA til samæfingar í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli. Hefst æfingin kl 17 og lýkur kl 19. Þar gefst öllum krökkum sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum tækifæri á að spreyta sig í hinum ýmsu greinum undir leiðsögn þjálfara á svæðinu.

Lesa meira

UÍA hópur á MÍ 11-14 ára í Vík

 

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára fór fram í Vík í Mýrdal síðastliðna helgi. UÍA átti þar sjö keppendur sem stóðu sig með prýði. Bestum árangri  náði Leiknismaðurinn knái Daði Þór Jóhannsson hafnaði í öðru sæti í 800 m hlaupi og í þriðja sæti í 60 m hlaupi í flokki 11 ára stráka. Nokkrir UÍA keppendur komust í úrslit og voru hársbreidd frá verðlaunasæti. Margir bættu árangur sinn verulega.

Lesa meira

Dagskrá Sumarhátíðar 2011

Sumarhátíð UÍA verður haldin á Fljótsdalshéraði dagana 8. - 10. júlí. Dagskráin er glæsileg enda sambandið 70 ára í ár.

Lesa meira

Afmælisterta á formannafundi

Afmælisterta frá Fellabakaríi var á boðstólnum á formannafundi UÍA sem haldinn var á Egilsstöðum í gær í tilefni 70 ára afmælis sambandsins. Á fundinum voru helstu verkefni sumarsins rædd.

 

Lesa meira

Hvað á hreindýrið að heita?

Stjórn UÍA hefur ákveðið að láta gera lukkudýr fyrir sambandið. Dýrið verður formlega kynnt á Sumarhátíðinni þann 9. júlí. Af því tilefni gengst UÍA fyrir samkeppni um nafn á dýrið.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok