Hvað á hreindýrið að heita?
Stjórn UÍA hefur ákveðið að láta gera lukkudýr fyrir sambandið. Dýrið verður formlega kynnt á Sumarhátíðinni þann 9. júlí. Af því tilefni gengst UÍA fyrir samkeppni um nafn á dýrið.
Lukkudýrið er hreindýr, hannað af Jóhanni Waage kenndur við Skallinn Mascots og saumað af saumstofunni Saumsprettunni.
Öllum Austfirðingum er heimilt að taka þátt í nafnasamkeppninni. Skila þarf inn tillögum að nafni fyrir mánudaginn 4. júlí. Þær er hægt að senda í töluvpósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. merkt “Hreindýr” eða í pósti á UÍA, Tjarnási 6, 700 Egilsstaðir.