Hvað á hreindýrið að heita?

Stjórn UÍA hefur ákveðið að láta gera lukkudýr fyrir sambandið. Dýrið verður formlega kynnt á Sumarhátíðinni þann 9. júlí. Af því tilefni gengst UÍA fyrir samkeppni um nafn á dýrið.

Lukkudýrið er hreindýr, hannað af Jóhanni Waage kenndur við Skallinn Mascots og saumað af saumstofunni Saumsprettunni.

Öllum Austfirðingum er heimilt að taka þátt í nafnasamkeppninni. Skila þarf inn tillögum að nafni fyrir mánudaginn 4. júlí. Þær er hægt að senda í töluvpósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. merkt “Hreindýr” eða í pósti á UÍA, Tjarnási 6, 700 Egilsstaðir.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok