Dagskrá Sumarhátíðar 2011
Sumarhátíð UÍA verður haldin á Fljótsdalshéraði dagana 8. - 10. júlí. Dagskráin er glæsileg enda sambandið 70 ára í ár.
Fimmtudagur 7. júlí
Sögusýning opnar í Minjasafni Austurlands og ljóða- og myndlistarsýning í Sláturhúsinu. Sýningarnar í Minjasafninu eru opnar alla helgina milli klukkan 11 og 17 en í Sláturhúsinu milli 14 og 16.
Föstudagur 8. júlí
17:00-21:00 Golfmót á Ekkjufellsvelli. Keppt í tveimur flokkum, 12 ára og yngri og 13-16 ára. Skráningarfrestur til klukkan 17:00 fimmtudaginn 7. júlí.
17:00-21:00 Eskjumótið í sundi í sundlaug Egilsstaða.
17:00-21:00 Samkaupamótið í frjálsíþróttum á Vilhjálmsvelli.
Laugardagur 9. júlí
9:00-12:00 Eskjumótið í sundi í sundlaug Egilsstaða.
12:30-16:30 Knattspyrnumót á Fellavelli fyrir 6., 7. og 8. flokk.
12:30-16:30 Samkaupamótið í frjálsíþróttum á Vilhjálmsvelli.
17:00 70 ára afmælisveisla UÍA í Tjarnargarðinum Egilsstöðum. Öllum Austfirðingum boðið.
Verðlaun afhent í ljóða- og myndlistarsamkeppni Snæfells
Fáránlega skemmtilegir fáránleikar
Lukkudýr UÍA kynnt til leiks
Afmælisterta frá Fellabakaríi
Sunnudagur 10. júlí
9:00-16:00 Samkaupamótið í fjálsíþróttum á Vilhjálmsvelli.
11:00-13:00 Þrautir, aflraunir og kastfimi fornmanna í Minjasafni Austurlands
12:00 – 17:00 Kynning á mótorkrossi og starfi Akstursíþróttafélagsins START í Ylsgrúsum. Frítt í brautina.
13:00-15:00 Opna Héraðsprentsmótið í boccia á Vilhjálmsvelli.
13:00-16:00 Strandblak í Bjarnardal. Keppt eftir sömu reglum og á Unglingalandsmótinu.
14:00-16:00 Gamaldags knattleikur í Minjasafni Austurlands
15:00-17:00 Glímukynning í Minjasafni Austurlands. Frítt inn allan daginn í tilefni íslenska safnadagsins.
Skráningargjöld eru 2.000 krónur á keppanda, óháð greinafjölda.
Nánari upplýsingar og skráning á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1353.
Birt með fyrirvara um breytingar.