Dagskrá Sumarhátíðar 2011

Sumarhátíð UÍA verður haldin á Fljótsdalshéraði dagana 8. - 10. júlí. Dagskráin er glæsileg enda sambandið 70 ára í ár.

Fimmtudagur 7. júlí

Sögusýning opnar í Minjasafni Austurlands og ljóða- og myndlistarsýning í Sláturhúsinu. Sýningarnar í Minjasafninu eru opnar alla helgina milli klukkan 11 og 17 en í Sláturhúsinu milli 14 og 16.

Föstudagur 8. júlí

17:00-21:00 Golfmót á Ekkjufellsvelli. Keppt í tveimur flokkum, 12 ára og yngri og 13-16 ára. Skráningarfrestur til klukkan 17:00 fimmtudaginn 7. júlí.

17:00-21:00 Eskjumótið í sundi í sundlaug Egilsstaða.

17:00-21:00 Samkaupamótið í frjálsíþróttum á Vilhjálmsvelli.

Laugardagur 9. júlí

9:00-12:00 Eskjumótið í sundi í sundlaug Egilsstaða.

12:30-16:30 Knattspyrnumót á Fellavelli fyrir 6., 7. og 8. flokk.

12:30-16:30 Samkaupamótið í frjálsíþróttum á Vilhjálmsvelli.

17:00 70 ára afmælisveisla UÍA í Tjarnargarðinum Egilsstöðum. Öllum Austfirðingum boðið.

Verðlaun afhent í ljóða- og myndlistarsamkeppni Snæfells

Fáránlega skemmtilegir fáránleikar

Lukkudýr UÍA kynnt til leiks

Afmælisterta frá Fellabakaríi

Sunnudagur 10. júlí

9:00-16:00 Samkaupamótið í fjálsíþróttum á Vilhjálmsvelli.

11:00-13:00 Þrautir, aflraunir og kastfimi fornmanna í Minjasafni Austurlands

12:00 – 17:00 Kynning á mótorkrossi og starfi Akstursíþróttafélagsins START í Ylsgrúsum. Frítt í brautina.

13:00-15:00 Opna Héraðsprentsmótið í boccia á Vilhjálmsvelli.

13:00-16:00 Strandblak í Bjarnardal. Keppt eftir sömu reglum og á Unglingalandsmótinu.

14:00-16:00 Gamaldags knattleikur í Minjasafni Austurlands

15:00-17:00 Glímukynning í Minjasafni Austurlands. Frítt inn allan daginn í tilefni íslenska safnadagsins.

 

Skráningargjöld eru 2.000 krónur á keppanda, óháð greinafjölda.

Nánari upplýsingar og skráning á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1353.

Birt með fyrirvara um breytingar.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok