UÍA verðlaunað í átakinu Hjólað í vinnuna

 

Lið UÍA varð í þriðja sæti í keppni fyrirtækja innan sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs í landsátakinu Hjólað í vinnuna sem ÍSÍ stóð fyrir í maímánuði.

 

Starfsmenn UÍA lögðu að meðaltali að baki 35,5 km og ferðuðust í 8,75 daga af þeim tuttugu sem átakið stóð yfir. Hörð samkeppni var um þriðja sætið á Fljótsdalshéraði en sjö lið áttu möguleika á að hreppa það fram í síðustu viku keppninnar.

„Þetta er fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar,“ sagði Hildur Bergsdóttir, liðsstýra UÍA liðsins þegar uia.is leitaði viðbragða hennar við verðlaunum.

Að öðrum ólöstuðum á Hildur samt heiðurinn að sigrinum. Hún býr á Grímsá, 18 km innan við Egilsstaði og byrjaði átakið með stæl þegar hún hljóp í vinnuna fyrsta daginn.

Þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélagið Fljótsdalshérað verðlaunar fyrirtæki sem starfa inann sveitarfélagamarkanna með þessum hætti. Lið Bæjarskrifstofa Fljótsdalshéraðs urðu í fyrsta sæti en KPMG/SKRA í öðru sæti. Samanlagður árangur þeirra átján liða í sveitarfélaginu var rúmlega tvöfalt betri en í fyrra.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok