Sprettur Sporlangi skal dýrið heita

Nýtt lukkudýr UÍA var kynnt til sögunnar á 70 ára afmælishátíð sambandsins um seinustu helgi. Þar voru jafnframt kynnt úrslit úr nafnasamkeppni en dýrið hlaut heitið Sprettur Sporlangi.

Það var Þula Guðrún Þórunnardóttir sem stakk upp á nafninu sem varð fyrir valinu. Sprettur Sporlangi er afrekshreindýr og Fljótsdalsheiðarmethafi í langstökki og kúluvarpi, svo dæmi séu nefnd.

Sprettur aðstoðaði við verðlaunaafhendingu á bæði afmælishátíðinni og í frjálsíþróttakeppni Sumarhátíðarinnar og naut mikillar hylli, einkum hjá yngri kynslóðinni.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok