Fjölgar jafnt og þétt á tjaldsvæðinu í veðurblíðunni á Egilsstöðum

 

Umferð er að þyngjast eftir því sem liðið hefur á morguninn um Egilsstaði en þungi hennar er vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður þar um helgina. Það fjölgar jafnt og þétt á tjaldstæðinu sem staðsett er rétt við flugvöllinn. Umferðin á svo eftir að þyngjast enn frekar eftir sem á daginn líður.

 

Yfir 1200 þátttakendur eru skráðir til leiks svo ætla má að í kringum tíu þúsund verði á mótinu um helgina. Það væsti ekki um gesti, sem voru búnir að koma sér fyrir á tjaldsvæðinu núna um hádegið. Við hittum þar fyrir fjölskyldur með börnum sínum úr Kópavogi en þau komu inn á svæðið í gær.

Unglingarnir frá UMSK léku sér í blíðunni, sem nú er á Egilsstöðum, ætla að keppa í fótbolta, körfubolta og frjálsum íþróttum og er eftirvæntingin að vonum mikil í þeirra hópi.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok