Eldstæðið komið á sinn stað

Eldstæðið, þar sem landsmótseldurinn logar frá föstudagskvöldi fram að miðnætti á sunnudag, var komið á sinn stað á klettunum ofan við Vilhjálmsvöll á mánudagskvöld. Menn á vegum Þ.S. verktaka aðstoðuðu við verkið.

Eldstæðið hefur ferðast víða að undanförnu. Upphaflega kom það austur í nóvember en síðan ákvað stjórn Ungmennafélags Íslands að efna til fyrsta landsmóts eldri ungmennafélaga. Þá þurfti að taka eldstæðið úr geymslunni á Egilsstöðum og senda norður á Hvammstanga.

Landsmótseldurinn logar á meðan landsmót stendur og þegar hann er slökktur er það tákn þess að mótinu sé lokið. Eldurinn var í fyrsta sinn tendraður á landsmóti UMFÍ í Borgarnesi 1997.

Oddur Hermannsson landslagsarkitekt á Selfossi hannaði eldstæðið sem hefur hlotið nafnið „Fjallasalur.“ Upp úr kyndilstæði í rúmlega tveggja metra hæð rísa 5 fjöll búin til úr kopar og stáli. Útlínur fjallanna standa sem einkennistákn landshluta Íslands. Snæfellsjökull er tákn Vesturlands og Vestfjarða, fyrir Norðurland stendur Hraundrangi í Öxnadal, Herðubreið er tákn miðhálendis, Snæfell tákn Austurlands og að lokum Hekla sem táknar Suðurland.

Í miðjum fjallasalnum teygir eldsloginn sig til himins og frá fjallsrótum fellur vatn til sjávar og þar innan um blakta fánalitir Ungmennafélags Íslands, hvítur og blár. Þannig er á táknrænan hátt dregin upp mynd af sjálfu Íslandi.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok