Launaflsbikarinn: Leikir í undanúrslitum og úrskurðir í kærumálum

Undanúrslit Launaflsbikarsins fara fram sunnudaginn 14. ágúst. Skrifstofa UÍA úrskurðaði í dag í tveimur kærumálum vegna leiks í lokaumferð Launaflsbikarsins.

Hrafnkeli/Neista var úrskurðaður 3-0 sigur í leik liðsins gegn Spyrnis en liðin áttust við á Djúpavogsvelli þann 4. ágúst síðastliðinn. Hrafnkell/Neisti kærði að Spyrnir hefði notað ólöglegan leikmann og féll úrskurður þeim í vil. Kæru Spyrnis vegna framkvæmdar leiksins var vísað frá.

Hrafnkell/Neisti fékk þó formlega áminningu fyrir vanrækslu á tilkynningaskyldu gegn skrifstofu UÍA.

Þetta þýðir að í undanúrslitunum á sunnudag tekur BN á móti Spyrni en Hrafnkell/Neisti á móti Knattspyrnuakademíu Hornafjarðar.

Úrskurður í máli Hrafnkels/Neista gegn Spyrni.

Úrskurður í máli Spyrnis gegn Hrafnkeli/Neista.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok