Launaflsbikarinn: Leikir í undanúrslitum og úrskurðir í kærumálum
Undanúrslit Launaflsbikarsins fara fram sunnudaginn 14. ágúst. Skrifstofa UÍA úrskurðaði í dag í tveimur kærumálum vegna leiks í lokaumferð Launaflsbikarsins.
Hrafnkeli/Neista var úrskurðaður 3-0 sigur í leik liðsins gegn Spyrnis en liðin áttust við á Djúpavogsvelli þann 4. ágúst síðastliðinn. Hrafnkell/Neisti kærði að Spyrnir hefði notað ólöglegan leikmann og féll úrskurður þeim í vil. Kæru Spyrnis vegna framkvæmdar leiksins var vísað frá.
Hrafnkell/Neisti fékk þó formlega áminningu fyrir vanrækslu á tilkynningaskyldu gegn skrifstofu UÍA.
Þetta þýðir að í undanúrslitunum á sunnudag tekur BN á móti Spyrni en Hrafnkell/Neisti á móti Knattspyrnuakademíu Hornafjarðar.
Úrskurður í máli Hrafnkels/Neista gegn Spyrni.
Úrskurður í máli Spyrnis gegn Hrafnkeli/Neista.