Jalla Jalla vann Héraðsprentsmótið í boccia

Úrvalslið Jalla Jalla vann opna Héraðsprentsmótið í boccia sem haldið var á Sumarhátíð. Sex lið tóku þátt í mótinu.

Liðin léku í tveimur riðlum. Lið Framsóknarfélag Fljótsdalshéraðs vann A riðil, Framsóknarfélag Seyðisfjarðar varð í öðru sæti og Skrúður í þriðja sæti. Í B riðli varð Jalla Jalla efst, Einherji annar og HHMT þriðja.

Síðan var leikið til verðlauna. Seyðfirðingar unnu Vopnfirðinga í slagnum um þriðja sætið, 6-2 og Jalla-Jalla burstaði framsóknarmenn af Fljótsdalshéraði 10-0 í úrslitaleiknum.

Lið Jalla-Jalla skipuðu þeir Högni Helgason, Þorvaldur Björgvin Ragnarsson og Bjarni Viðar Hólmarsson.

Mótið var opið öllum líkt og í fyrra. Yngstu keppendurnir voru tólf ára en þeir elstu um nírætt.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok