UÍA eignaðist tvo Íslandsmeistara um helgina

Brynjar Gauti Snorrason og Daði Fannar Sverrisson urðu um helgina Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum í spjótkasti. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 15-22ja ára var haldið á Akureyri.
Brynar Gauti kastaði spjótinu 39,43, lengst allra pilta 18-19 ára. Hann varð að auki annar í 1500 metra hlaupi og þriðji í 800 metra hlaupi.

Daði Fannar þeytti spjótinu 46,53 metra og sigraði í flokki 15 ára pilta. Hann varð að auki annar í sleggjukasti, kringlukasti, kúluvarpi og þrístökki auk þess að hljóta bronsverðlaun í 100 metra grindahlaupi.

Örvar Þór Guðnason, þriðji UÍA maðurinn, vann bronsverðlaun í hástökki. Þeir keppa allir fyrir Hött.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok