Úthlutað úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa
Sprettur Afrekssjóður UÍA og Alcoa styrkir árlega ungt og efnilegt íþróttafólk á Austurlandi til frekari afreka og öfluga þjálfra og íþróttafélög á svæðinu til góðra verka.
Í úthlutunarnefnd sjóðsins sitja þau Hreinn Halldórsson og Helga Jóna Jónasdóttir fyrir hönd UÍA og Guðný Björg Hauksdóttir og Hilmar Sigurbjörnsson fyrir hönd Alcoa.
Þau fengu svo sannarlega að velta vöngum þetta haustið en 37 umsóknir, hver annarri frambærilegri, bárust í sjóðinn að þessu sinni.
Síðastliðinn laugardag fór fram formleg afhending styrkja úr sjóðnum í íþróttahúsinu á Reyðarfirði.