Úrvalshópur UÍA í sundi
Sundráð UÍA hefur hleypt af stokkunum úrvalshópi, sem ætlaður er til að styðja við efnilega sundmenn og hvetja þá til að ná enn lengra í íþrótt sinni.
Hópurinn er samstarfsverkefni sundþjálfarara á sambandssvæði UÍA ásamt Sindra á Hornafirði.
Á Bikarmóti UÍA um síðustu helgi var valið í hópinn og hann kallaður saman í fyrsta sinn. Ráðgert er að hópurinn muni hittast í æfingabúðum, fá fyrirlestra og sækja sækja stærri mót utan fjórðungs. Óskar Hjartarson þjálfari sunddeildar Hattar, er yfirþjálfari hópsins.
Í hópnum eru
Bergrún Lilja Begsdóttir, Hetti
Hildur Birta Árnadóttir, Hetti
Daniel Diago Guillen, Hetti
Jóhanna Malen Skúladóttir, Hetti
Anný Mist Snjólfsdóttir, Neista
Bjarni Tristan Vilbergsson, Neista
Þórunn Amanda Þráinsdóttir, Neista
Kamilla Marín Björgvinsdóttir, Neista
Eva Dröfn Jónsdóttir, Leikni
Gígja Guðnadóttir, Leikni
Freydís Guðnadóttir, Leikni
Ragna Steinunn Arnarsdóttir, Sindra
Ásdís Pálsdóttir, Sindra
Sigurborg Eiríksdóttir, Sindra
Guðjón Vilberg Sigurbjörnsson, Sindra.
Á Bikarmótinu voru hvorki keppendur frá Þrótti né Austra en viðbúið að fulltrúar frá þeim félögum bætist við áður en langt um liður.