Stórgóð sundhelgi framundan

Sundráð UÍA stendur fyrir Bikarmóti UÍA í sundi a morgunn laugardag, á Djúpavogi. Mótið er ætlað keppendum 17 ára og yngri og er stigakeppni milli félaga þar sem keppt er um sæmdarheitið Bikarmeistari Austurlands í sundi sem og bikar mótsins.

Í fyrra hampaði lið Neista bikarnum og titlinum góða og var auk þess með stigahæstu lið karla og kvenna. Sindri hafnaði í öðru sæti í heildarstigakeppninni. Nú verður spennandi að sjá hvernig leikar fara í ár.

Að móti loknu verða fyrsta æfing Úrvalshóps UÍA og Sindra í sundi, en hópnum er ætlað að hvetja og efla efnilega sundmenn á svæðinu til enn frekari dáða. Þegar sundgarpar hafa þerrað sig og nært verður blásið til kvöldvöku. Á sunnudeginum verða æfingabúðir fyrir allan aldur í umsjá þjálfara á Austurlandi.


 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok