Stigamót í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og eldri
Frjálsíþróttaráð UÍA stendur fyrir stigamóti fyrir 11 ára og eldri (fædda 2000 og fyrr) í frjálsum íþróttum laugardaginn 26. nóv. Mótið fer fram í Fjarðabyggðahöllinni og hefst keppni kl 13, en keppendur geta hafið upphitun kl 12.
Keppt verður í þrístökki, 60 m grindahlaupi og 60 m spretthlaupi í aldursflokkum 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.
Segja má að um nokkurs konar fjölþraut sé að ræða því keppendur safna stigum í hverri grein fyrir sig og verður að móti loknu verðlaunað fyrir stigahæsta strák og stelpu í hverjum aldursflokki. Einnig verða útdráttarverðlaun.
Keppnisgjöld er 800 kr á keppenda óháð greinafjölda. Skráningar berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl 12 föstudaginn 25. nóv. Keppendur eru hvattir til að að klæða sig vel því oft er kalt í höllinni.
Strax að móti loknu verður verðlaunaafhending í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og þar fer einnig fram formleg afhending á styrkjum úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa.
Vonumst til að sjá sem flesta.