Óttar Steinn íþróttamaður Hattar 2011

Þann 6. janúar fór fram Þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar með hefðbundnu sniði. Kyndlaganga lagði af stað kl 17:30 frá íþróttahúsinu og gengið var í Tjarnargarðinn þar sem brenna var tendruð. Met fjöldi var við athöfnina og í göngunni en ágætis veður var. Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar setti athöfnina með ræðu um starf Hattar 2011 og Karlakórinn Drífandi söng nýárslög. Einnig var Héraðs og Borgafjarðardeild Rauða Kross Íslands afhendur styrkur sem safnaðist við leik á milli meistaraflokka félagsins í knattspyrnu og körfubolta. En leikurinn fór fram 28. desember og safnaðist yfir 200 þúsund krónur.

 

Lesa meira

Æfingabúðir í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttaráð UÍA í samstarfi við FRÍ efnir til æfingabúða á Egilsstöðum helgina 7.-8. janúar 2012.
Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari með meiru, mun heimsækja okkur, stjórna æfingum og halda fyrirlestur.
Óðinn Björn sigraði m.a. í kúluvarpi á Smáþjóðaleikum í Liechtenstein í sumar með kasti uppá 19,73 m.
Æfingabúðirnar eru ætlaðar öllum krökkum 11 ára (á árinu) og eldri sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum.

Æfingarnar verða fjölbreyttar þrátt og þjálfarar af UÍA svæðinu munu vera með á æfingum, þannig að allir fá eitthvað við sitt hæfi, ekki bara kastarar.

Lesa meira

Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs

 

Kyndlaganga leggur af stað frá íþróttahúsi Egilsstaða kl 17:30. Gengið verður inn í Tjarnargarð.

Björgunarsveitin verður með sölu á kyndlum á staðnum, 600 kr stykkið.

Lesa meira

UMF Valur 75 ára

Ungmennafélagið Valur á Reyðarfirði varð 75 ára í vikunni og var haldið upp á daginn með kaffisamsæti í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Lesa meira

Fjörug Fjórðungsglíma

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2011.

18 keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mikil og skemmtileg stemming var í íþróttahúsinu á Reyðarfirði en um 70 áhorfendur mættu til að fylgjast með mótinu. Mikið var klappað fyrir keppendum og þeir ákaft hvattir áfram.

Lesa meira

Ný deild innan Hattar

Fyrir skemmstu tóku foreldrar barna sem stundað hafa taekwondo hjá Hetti sig saman og unnu að stofnun deildar utan um taekwondostarfið innan Hattar. Formleg stofnun verður tekin fyrir á aðalfundi félagsins 2012.

Lesa meira

Gleðileg jól

Stjórn, starfsfólk og lukkudýr UÍA óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir aðstoðina á árinu. Skrifstofa sambandsins verður lokuð fram til 4. janúar en erindum er svarað á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok