Afreksmaður í frjálsum íþróttum heimsækir Austurland

Frjálsíþróttaráð UÍA í samstarfi við FRÍ efnir til æfingabúða á Egilsstöðum helgina 7.-8. janúar 2012.
Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari með meiru, mun heimsækja okkur, stjórna æfingum og halda fyrirlestur.
Óðinn Björn sigraði m.a. í kúluvarpi á Smáþjóðaleikum í Liechtenstein í sumar með kasti uppá 19,73 m.
Æfingabúðirnar eru ætlaðar öllum krökkum 11 ára og eldri sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum.

Dagskrá æfingabúðanna verður á þessa leið:
(Birt með fyrirvara um breytingar)

Laugardagur.
Æfing í Fellahúsi kl 12-14
Fyrirlestur og hressing sennilega á UÍA skrifstofu kl 14:15-15:15.
Æfing íþróttahúsinu á Egilsstöðum kl 15:30-17:00
Sund og stuð kl 17:00.

Sunnudagur.
Æfing íþróttahúsið Egilsstöðum kl 10-12.

Skráningar skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., hægt verður þó að bætast við á staðnum en afar gott er að fá skráingingar fyrir fram svo unnt sé að gera sér grein fyrir fjölda.
Þátttökugjald er 700 kr á þátttakanda og skal greitt inná reikning 305-26-4104 kt 6602694369, áður en æfingabúðirnar hefjast.
Þátttakendur þurfa að taka með sér hollt nesti til að borða á milli æfinga á laugardag.
Velkomið er að vera með eingöngu á laugardeginum, ef það hentar einhverjum betur en að taka allan pakkann.

Vonumst til að sem flestir nýti sér að læra af afreksmanni í frjálsum íþróttum.

 

Mynd fengin af vef Frjálsíþróttasambands Íslands.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok