Æfingabúðir í frjálsum íþróttum
Frjálsíþróttaráð UÍA í samstarfi við FRÍ efnir til æfingabúða á Egilsstöðum helgina 7.-8. janúar 2012.
Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari með meiru, mun heimsækja okkur, stjórna æfingum og halda fyrirlestur.
Óðinn Björn sigraði m.a. í kúluvarpi á Smáþjóðaleikum í Liechtenstein í sumar með kasti uppá 19,73 m.
Æfingabúðirnar eru ætlaðar öllum krökkum 11 ára (á árinu) og eldri sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum.
Æfingarnar verða fjölbreyttar þrátt og þjálfarar af UÍA svæðinu munu vera með á æfingum, þannig að allir fá eitthvað við sitt hæfi, ekki bara kastarar.
Dagskrá æfingabúðanna verður á þessa leið:
Laugardagur.
Æfing í Fellahúsi kl 12-14
Fyrirlestur og hressing sennilega á UÍA skrifstofu kl 14:15-15:15.
Æfing íþróttahúsinu á Egilsstöðum kl 15:30-17:00
Sunnudagur.
Æfing íþróttahúsið Egilsstöðum kl 10-12.
Skráningar skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., hægt verður þó að bætast við á staðnum en afar gott er að fá skráingingar fyrir fram svo unnt sé að gera sér grein fyrir fjölda.
Þátttökugjald er 700 kr á þátttakanda og skal greitt inná reikning 305-26-4104 kt 6602694369, áður en æfingabúðirnar hefjast.
Þátttakendur þurfa að taka með sér hollt nesti til að borða á milli æfinga á laugardag.
Velkomið er að vera með eingöngu á laugardeginum, ef það hentar einhverjum betur en að taka allan pakkann.
Vonumst til að sem flestir nýti sér að læra af afreksmanni í frjálsum íþróttum.