Íþróttamaður Fjarðabyggðar valinn.

Íþróttamaður Fjarðabyggðar var valinn við hátíðlega athöfn í Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar, fimmtudaginn 29. desember.

Fyrir valinu var blakkonan Helena Kristín Gunnarsdóttir frá Norðfirði. Helena var einn af máttarstólpum í meistaraflokki kvenna sem vann þrefalt á keppnistímabilinu og er því Íslands-, bikar- og deildarmeistari með Þrótti.

Helena spilaði með þremur landsliðum á árinu. Hún var valin í A – landslið kvenna sem keppti á smáþjóðaleikunum í Lichtenstein.  Þá var hún í fyrsta U – 19 ára landsliði Íslands í strandblaki kvenna sem keppti á Norðurlandamóti í Drammen í Noregi og að lokum spilaði hún með U–19 ára landsliðinu á Norðurlandamóti í Færeyjum í nóvember þar sem þær urðu í 3ja sæti. Í vináttuleik við Færeyjar eftir mótið var hún valinn besti leikmaðurinn í þeim leik.

 Helena er fyrirmynd allra ungmenna og er ekki bara góður íþróttamaður heldur góð manneskja og gefur mikið af sér, stundar heilbrigt líferni, er ábyrg og metnaðarfull í því sem hún tekur sér fyrir hendur.

 Við óskum Helenu til hamingju með titilinn og óskum henni farsældar á nýju ári.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok