Neistadagurinn haldinn hátíðlegur á Djúpavogi
15. september síðastliðinn gerðu Djúpavogsbúar sér dagamun og héldu uppá Neistadaginn á söndunum við bæinn.
Þar var ýmislegt brallað, m.a. byggðir sandkastalar og Neisti bauð upp á pylsur og svala. Skemmtilegt framtak sem smáfólkið sem og þeir sem eldri eru kunnu sannarlega að meta.
Mefylgjandi myndir tóku Sóley Dögg Birgisdóttir og Andrés Skúlason.