Myndir af Unglingalandsmóti FIMLEIKAR

Myndasafnið hér á síðunni skartar nú myndum af glæsilegum keppendum í fimleikum á ULM.

Var nú í fyrsta skipti keppt í fimleikum á ULM og hafði Auður Vala Gunnarsdóttar sérgreinastjóri veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd mótsins.

Keppt var á dýnu og á trampólíni í 4-6 manna liðum, í aldursflokkum 11-12, 13-15 og 16-18 ára. Átta lið mættu til lkeppni sem var í alla staði hin skemmtilegasta. Mótið fór fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og voru áhorfendabekkir þar þéttsettnir.

UÍA átti góðan hlut keppenda, sem sýndu mikil tilþrif á heimavelli sínum. Lið Hinna sex fræknu/ UÍA sigraði í 3. flokki, lið Hattar/UíA sigraði í 4. flokki og lið sem samsett var úr keppendum frá Hetti, Ármanni og Gerplu vann 5. flokk.

Óskum við okkar fólki til hamingju með góðan árangur.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok