Myndir af Unglingalandsmóti FIMLEIKAR
Myndasafnið hér á síðunni skartar nú myndum af glæsilegum keppendum í fimleikum á ULM.
Var nú í fyrsta skipti keppt í fimleikum á ULM og hafði Auður Vala Gunnarsdóttar sérgreinastjóri veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd mótsins.
Keppt var á dýnu og á trampólíni í 4-6 manna liðum, í aldursflokkum 11-12, 13-15 og 16-18 ára. Átta lið mættu til lkeppni sem var í alla staði hin skemmtilegasta. Mótið fór fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og voru áhorfendabekkir þar þéttsettnir.
UÍA átti góðan hlut keppenda, sem sýndu mikil tilþrif á heimavelli sínum. Lið Hinna sex fræknu/ UÍA sigraði í 3. flokki, lið Hattar/UíA sigraði í 4. flokki og lið sem samsett var úr keppendum frá Hetti, Ármanni og Gerplu vann 5. flokk.
Óskum við okkar fólki til hamingju með góðan árangur.