Myndir af Unglingalandsmóti UMFÍ SUND
Ótal skemmtilegar myndir af keppni í sundi á ULM má nú finna hér í myndasafninu. Keppni í sund fór fram í sundlauginni á Egilsstöðum á laugardag og sunnudag um Verslunarmannahelgina.
Keppt var í aldursflokkum 11-12 ára, 13-14, ára 15-16 ára og 17-18 ára og voru keppendur um 80 talsins. Gunnar Jónsson sérgreinastjóri sá til þess að mótið gekk eins og best verður á kosið. Fjöldi áhorfenda fylgdist með mótinu og var keppni víða jöfn og spennandi.
UÍA átti ríflega tuttugu keppendur og margir þeirra nældu sér í verðlaun þó engum þeirra tækist að landa Unglingalandsmótsmeistratitli að þessu sinni.
Óskum við sundfólkinu okkar til hamingju með góðan árangur.
Heildarúrslit mótsins má sjá hér