Æsispennandi leikur í Bólholtsbikarnum í gærkvöldi

Fyrsti leikur Bólholtsbikarsins, utandeildarkeppni UÍA í körfuknattleik, fór fram í gærkvöld þegar Austri sótti Neista heim.

Austri bar sigur úr býtum 49 - 45 eftir að Neisti hafði haft yfirhöndina í stigaskori stóran hluta leiksins. Leikurinn var prúðmannlega leikinn þrátt fyrir að hart hafi verið barist á köflum. Áhorfendur skemmtu sér konunglega enda leikurinn afar jafn og spennandi.

Greinilegt að Bólholtsbikarinn fer vel af stað og ljóst að það verður líf í tuskunum í vetur. Hægt er að fylgjast með gangi mál á Facebooksíðu keppninnar, Bólholtsbikar auk þess sem fréttir munu birtarst, eftir föngum, hér á heimasíðunni.

Frétt og myndir frá leiknum má sjá hér á heimasíðu Djúpavogs.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok