Knattspyrnuakademía Tandrabergs 14. – 15. okt. 2011
Knattspyrnu Akademía Tandrabergs sem yngri flokkar Fjarðabyggðar standa að fór fram um síðustu helgi í Fjarðabyggðarhöllinni.
Fótboltaæfingar, kvöldvaka og fyrirlestur einkendu dagskrána sem byrjaði kl. 15:00 á föstudegi og lauk kl. 16:00 á laugardegi. Um 200 þátttakendur víðsvegar af austurlandi á aldrinum 6 – 15 ára tóku þátt að þessu sinni og hefur þátttakan aldrei verið meiri en þetta var í þriðja skiptið sem akademían er haldin undir merkjum Tandrabergs. Um 14 þjálfarar úr Fjarðabyggð og Pepsídeild kvenna ásamt leikmönnum úr pepsídeild karla stjórnuðu æfingum og voru krakkarnir mjög ánægðir með þær æfingar sem boðið var upp á. Einng var sú nýbreytni þetta árið að boðið var upp á fyrirlestur fyrir foreldra sem þótti takast mjög vel. Yngri flokkar Fjarðabyggðar vilja þakka öllum þátttakendunum fyrir komuna, öllum þjálfurum og þeim fjölmörgum foreldrum sem lögðu hönd á plóginn fyrir sitt framlag.
Meðfylgjandi mynd var tekin á knattspyrnumóti ULM í sumar.