Úrvalshópur UÍA í frjálsum íþróttum

Starf Úrvalshóps UÍA í frjálsum íþróttum þetta haustið er hafið. Fimm einstaklingar hafa náð lágmörkum inn í hópinn.

Eru það þau Daði Fannar Sverrisson sem náð hefur lágmörkum í sleggjukasti, spjótkasti, kúluvarpi, kringlukasti og 60 m grindahlaupi, Andrés Kristleifsson í spjótkasti, Erla Gunnlaugsdóttir í  60 m spretthlaupi og langstökki, Heiðdís Sigrujónsdóttir í 800 m hlaupi, 60 m grindahlaupi, langstökki og þrístökki og Örvar Þór Guðnason í 60 m spretthlaupi og hástökki.

Úrvalshópurinn hittist ásamt Lovísu Hreinsdótur og Mekkin Bjarnadóttur, þjálfurum hópsins, nú á dögunum og fór hver og einn yfir markmið sín fyrir innanhúss tímabilið, auk þess sem hópurinn gæddi sér á grænmeti og horfði á upptökur af ýmsu fremsta frjálsíþróttafólki heims við keppni og æfingar.

Markmið hópsins er að styðja og hvetja ungmenni 14 ára og eldri á Austurlandi sem þykja skara fram úr í frjálsum íþróttum til enn frekari afreka á því sviði. Lágmörk inn í hópinn má finna hér.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok