Úrvalshópur UÍA í frjálsum íþróttum
Starf Úrvalshóps UÍA í frjálsum íþróttum þetta haustið er hafið. Fimm einstaklingar hafa náð lágmörkum inn í hópinn.
Eru það þau Daði Fannar Sverrisson sem náð hefur lágmörkum í sleggjukasti, spjótkasti, kúluvarpi, kringlukasti og 60 m grindahlaupi, Andrés Kristleifsson í spjótkasti, Erla Gunnlaugsdóttir í 60 m spretthlaupi og langstökki, Heiðdís Sigrujónsdóttir í 800 m hlaupi, 60 m grindahlaupi, langstökki og þrístökki og Örvar Þór Guðnason í 60 m spretthlaupi og hástökki.
Úrvalshópurinn hittist ásamt Lovísu Hreinsdótur og Mekkin Bjarnadóttur, þjálfurum hópsins, nú á dögunum og fór hver og einn yfir markmið sín fyrir innanhúss tímabilið, auk þess sem hópurinn gæddi sér á grænmeti og horfði á upptökur af ýmsu fremsta frjálsíþróttafólki heims við keppni og æfingar.
Markmið hópsins er að styðja og hvetja ungmenni 14 ára og eldri á Austurlandi sem þykja skara fram úr í frjálsum íþróttum til enn frekari afreka á því sviði. Lágmörk inn í hópinn má finna hér.