SKÍS tekur við rekstri Skíðasvæðisins í Stafdal

Sveitarfélögin Fljótsdalshérað og Seyðisfjörður hafa samið við Skíðafélagið í Stafdal SKÍS  um rekstur skíðasvæðisins. Miklar væntingar eru um skíðasvæðið til framtíðar enda býður umhverfið og landslagið upp á að þar verði mikil paradís fyrir vetraríþróttir – bæði fyrir keppnisfólk og almenna notendur.

Á síðustu árum hefur stóraukin samvinna skíðamanna á Héraði og á Seyðisfirði leitt til sameiningar skíðamanna undir nafninu SKÍS ( Skíðafélagið í Stafdal ). Samstarfið hefur leitt af sér mörg verkefni á sviði rekstrar skíðafélagsins, skíðasvæðisins og uppbyggingar á aðstöðu.  Eitt verkefnið var flutningur skíðalyftu Fljótsdalshéraðs yfir í Stafdal,  sem lauk á síðasta ári.  Með flutningi lyftunnar opnast miklir möguleikar til skíðaiðkunar í Stafdal auk þess að vera einörð staðfesting þess samstarfs, sem nú er verið að innsigla.


Það er því ánægjulegt og eðlilegt framhald hjá sveitarfélögunum að fela SKÍS rekstur og uppbyggingu í Stafdal.  Samstarfið á að efla alla starfsemi SKÍS og er mikið framfaraspor í vetraríþróttum á Austurlandi,  bæði fyrir keppnisfólk og almenning auk þess að skapa tækifæri til eflingar ferðaþjónustu á Austurlandi.


Sala vetrarkorta er hafin og er tilvalin jólagjöf fyrir landsmenn alla. Sérstök tilboð eru til áramóta.


Stefnt er að opnun skíðasvæðisins þriðjudaginn 20. desember nk.
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu SKÍS :  www.stafdalur.is  , This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hjá Agnari Sverrissyni rekstrarstjóra s. 898 2798.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok