Svellkalt Stigamót í frjálsum íþróttum

Stigamót UÍA í frjálsum íþróttum fór fram í Fjarðahöllinni síðastliðinn laugardag. Keppt var í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og þrístökki í flokkum stelpna og stráka 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri. Þátttaka hefði mátt vera betri en um 20 keppendur mættu til leiks. Gaman var þó að sjá hve þeir komu frá mörgum félögum en 6 félög áttu keppendur á mótinu.

 

Mótið var eins og nafnið gefur til kynna, stigakeppni þar sem keppendur söfnuðu stigum fyrir hverja grein. Í lok móts var stigahæsti einstaklingur í hverjum flokki verðlaunaður.

Hlutskörpust að þessu sinni urðu:

Stelpur 11 ára:

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þrótti

Strákar 11 ára:

Daði Þór Jóhannsson, Leikni

Stelpur 12-13 ára

Hrefna Ösp Heimisdóttir, Hetti

Strákar 12-13

Mikael Máni Freysson, Þristi

Strákar 14-15 ára

Daði Fannar Sverrisson, Hetti

Karlar 16 ára og eldri:

Örvar Þór Guðnason, Hetti.

Sigurvegararnir hlutu fallegan verðlaunagrip úr gleri sem minnti um margt á ísmola, en það fór vel á því enda afar kalt í höllinni þennan dag.

Dregin voru út tvenn útdráttarverðlaun og féllu þau í skaut Einars Bessa Þórólfssonar, Þristi sem fékk glaðlegt hreindýrajólabindi til að skarta um hátíðarnar og Jóhönnu Malenar Skúladóttur, Þristi sem fékk hreindýrshornaspöng og rautt Rúdólfsnef.

Hér til hliðar má sjá mynd af sigurvegurum stigakeppninnar. Á myndina vantar Hrefnu Ösp.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok